Í leiknum AFMÆLI Í TALNALANDI er áhersla lögð á hugtaka- og talnaskilning
Í Talnalandi
What is it about?
Í leiknum AFMÆLI Í TALNALANDI er áhersla lögð á hugtaka- og talnaskilning. Jafnframt er lagður grunnur að talnaskráningu (1-9), talnalæsi og unnið með form. Öll fyrirmæli eru lesin.
App Store Description
Í leiknum AFMÆLI Í TALNALANDI er áhersla lögð á hugtaka- og talnaskilning. Jafnframt er lagður grunnur að talnaskráningu (1-9), talnalæsi og unnið með form. Öll fyrirmæli eru lesin.
Í leiknum eru átta verkefni sem börnin þurfa að leysa til þess að koma aðalpersónunni, Palla páfagauk í afmæli vinkonu sinnar. Verkefnin birtast eitt af öðru þegar leikurinn er spilaður í heild en einnig er hægt að velja tiltekin verkefni beint frá yfirlitsmyndinni með því að smella á þau. Verkefnin eru merkt A-E og auk þess eru þrjú talnaskriftarverkefni við götuvita.
Verkefni A – hugtakaskilningur (langur – stuttur)
Þrjú viðfangsefni þar sem fígúrum er raðað á palla eftir lengd. Í lokin er smellt á ör til þess að halda áfram.
Verkefni B – jafn margir og talning
Hér eru átta viðfangsefni þar sem para á saman jafn marga. Fyrir hvert rétt verkefni birtist draugur í súlu til hliðar. Eftir tvær rangar tilraunir birtist nýtt viðfangsefni. Í lokin er sagt hvað tókst að leysa mörg verkefni rétt. Smellt er á ör til þess að halda áfram.
Verkefni C – form
Verkefnið byggist á að draga rétt form í réttri stærð á réttan stað.
Verkefni D – tölustafur og fjöldi
Hér á að para saman tölustaf og fjölda. Draugum er safnað fyrir hvert rétt verkefni.
Verkefni E – flokkun, súlurit og talning
Flokka á blöðrur eftir litum inn í súlur. Það er gert með því að draga þær á réttan stað en fjöldi blaðra í hverri súlu birtist efst. Hér eru viðfangsefnin sex og að þeim loknum þarf að smella á örina til að komst á leiðarenda, í afmæli Pálu.
Talnaskrift við götuvita
Við hvern götuvita á að skrifa þrjá tölustafi (1-3, 4-6 og 7-9). Í hverjum tölustaf er ör sem sýnir hvar á að byrja að draga til stafs.
AppAdvice does not own this application and only provides images and links contained in the iTunes Search API, to help our users find the best apps to download. If you are the developer of this app and would like your information removed, please send a request to takedown@appadvice.com and your information will be removed.