HappApp byggir á vísindum jákvæðrar sálfræði og stuðlar að geðrækt með því að bjóða upp á gagnreyndar æfingar til að auka andlega vellíðan og efla geðheilsu notenda
HappApp: Andleg heilsa
What is it about?
HappApp byggir á vísindum jákvæðrar sálfræði og stuðlar að geðrækt með því að bjóða upp á gagnreyndar æfingar til að auka andlega vellíðan og efla geðheilsu notenda. Appið er unnið í samstarfi við Embætti landlæknis og er hluti af Evrópsku samstarfsverkefni um geðheilsu sem kallast JA MENTOR. Appið inniheldur vellíðanarpróf, núvitundaræfingar, æfingu sem þjálfa okkur í að taka eftir því jákvæða í lífinu, styrkleikamat og styrkleikaæfingu og æfingu til að efla félagsleg tengsl. Á næstu mánuðum verður appið prófað og þróað áfram ásamt því sem nýjar æfingar munu bætast við þær sem fyrir eru.
App Store Description
HappApp byggir á vísindum jákvæðrar sálfræði og stuðlar að geðrækt með því að bjóða upp á gagnreyndar æfingar til að auka andlega vellíðan og efla geðheilsu notenda. Appið er unnið í samstarfi við Embætti landlæknis og er hluti af Evrópsku samstarfsverkefni um geðheilsu sem kallast JA MENTOR. Appið inniheldur vellíðanarpróf, núvitundaræfingar, æfingu sem þjálfa okkur í að taka eftir því jákvæða í lífinu, styrkleikamat og styrkleikaæfingu og æfingu til að efla félagsleg tengsl. Á næstu mánuðum verður appið prófað og þróað áfram ásamt því sem nýjar æfingar munu bætast við þær sem fyrir eru.
Vellíðanarpróf
Í appinu er stutt próf sem þú getur tekið til að meta vellíðan þína. Prófið hefur verið notað víða til að meta vellíðan einstaklinga og einnig til að meta árangur af inngripum sem ætlað er að auka vellíðan fólks. Þú getur tekið prófið reglulega til að fylgjast með breytingum á líðan þinni. Það má að sjálfsögðu sleppa því að taka vellíðanarprófið.
Núvitund
Appið inniheldur leiddar núvitundaræfingar sem hægt er að hlusta á og láta leiða sig í gegnum. Hægt er að velja hversu langar þær eru og hvort stuðst er við mikla eða litla leiðsögn. Auk þess er æfing í appinu sem kallast Meðvituð augnablik og ef þú virkjar hana færðu send skilaboð yfir daginn sem minna þig á að tengjast augnablikinu í stutta stund í senn. Þú velur hversu margar áminningar þú færð á dag.
Hugarfar
Hér má finna æfinguna Þrír góðir hlutir sem þjálfar hugann í að taka betur eftir því sem gengur vel og er jákvætt í lífinu.
Styrkleikar
Í appinu gefst tækifæri til að meta hvaða styrkleikar einkenna þig helst og hvernig þú getur unnið með þá dags daglega.
Tengsl
Hér má finna æfingu sem hjálpa þér að meta að verðleikum þau sem standa þér næst.
Höfundur appsins er Helga Arnardóttir og það er velkomið að hafa samband við hana með athugasemdir og spurningar á netfangið helga.arnardottir@landlaeknir.is
AppAdvice does not own this application and only provides images and links contained in the iTunes Search API, to help our users find the best apps to download. If you are the developer of this app and would like your information removed, please send a request to takedown@appadvice.com and your information will be removed.